Íþróttir
fyrir fatlaða

Hvað er í boði?ÞjálfararHeimildaskrá

 
 

Á þessum vef er að finna tvenns konar upplýsingar um íþróttir fatlaðra. Hér kemur fram hvaða íþróttagreinar eru í boði þar sem þjálfun og keppnishald er sérstaklega skipulagt fyrir fatlaða. Upplýsingarnar eru aðgengilegar og flokkaðar eftir landshlutum en einnig eru hér upplýsingar um aðsetur íþróttafélagana og hvaða íþróttagreinar þau bjóða upp á.

Á vefnum er einnig að finna hagnýtar upplýsingar fyrir þjálfara um íþróttaþjálfun og kennslu fatlaðra. Þjálfarar geta hér glöggvað sig á því hvernig gott er að haga þjálfun, öryggisatriðum í þjálfun og hvað ber að hafa í huga þegar kemur að þjálfun fatlaðra íþróttamanna.

Markmiðið með vefnum er að veita fötluðum, aðstandendum fatlaðra, svo og þjálfurum upplýsingar um íþróttaiðkun fatlaðra. Tilgangurinn er að efla íþróttaiðkun fatlaðra og bæta þekkingu þjálfara sem koma að íþróttaþjálfun fatlaðra.

Vefurinn er unnin sem lokaverkefni til B.A gráðu í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands af Axeli Ólafi Þórhannessyni og Jóni Þórði Baldvinssyni.

Uppfært í apríl 2009